Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur gefið út 2. áætlun framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2022. Samkvæmt henni lækka framlög til Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks bs. um 80 m.kr. frá 1. áætlun, sem gefin var út í upphafi ársins, úr 546 m.kr. í 465 m.kr. Áætlanir Jöfnunarsjóðs eru endurskoðaðar nokkrum sinnum á ári með hliðsjón af metinni þjónustuþörf á hverju svæði í samanburði við þjonustuþörf á öðrum svæðum. Lækkunin er minni ef miðað er við endanlega áætlun síðastliðins árs en þau voru 499 m.kr. Lækkunin nemur því 34 m.kr. á milli ára sem er um 6% lækkun.