Aðgengisdagur Sjálfsbjargar á Ísafirði í umboði Landssambands hreyfihamlaðra var haldinn á laugardaginn sl.
Gengið var frá Heilbrigðisstofnuninni og niður eftir bænum, stoppað á ýmsum stöðum, bæði skoðað það sem vel var gert og það sem betur mátti fara, ýmsar hindranir voru á leiðinni, myndir voru teknar og umræður mynduðust.
Framkvæmdastjóri BsVest vill þakka fyrir þetta frábæra framtak og vonar til þess að viðburðurinn verði til þess að vekja athygli á mismunandi aðgengi og úrbótum í þeim efnum.