Á aðalfundi BsVest sem haldinn var þann 5. júlí sl. var samþykkt ályktun til stjórnvalda og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tilefni ályktunarinnar er að í 2. áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög vegna málaflokks fatlaðs fólks fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir 80 milljóna krónum lægri framlögum en gert var ráð fyrir í 1. áætlun sjóðsins. Að óbreyttu stefnir í að aðildarsveitarfélögin á Vestfjörðum þurfi að bera 180 m.kr. halla á rekstri byggðasamlagsins á árinu, sbr. frétt hér á síðunni frá 2. júlí.
„Aðalfundur Byggðarsamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks haldinn á Ísafirði 5. júlí 2022 lýsir yfir þungum áhyggjum á boðaðri skerðingu á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þjónustu viðfatlað fólk á Vestfjörðum. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun sjóðsins munu framlög til svæðisins skerðast um kr. 80.000.000 á milli áætlana og ljóst að slíkt tekjufall leggst þungt á rekstur á vegum byggðasamlagsins og fyrirsjáanlegt að slík skerðing hafi áhrif á þjónustu við fatlað fólk. Sveitarfélög á Vestfjörðum eru illa í stakk búin til að greiða þann halla og þessi niðurstaða mun hafaneikvæð áhrif á aðra þjónustu til íbúa og skerða þannig samkeppnishæfni samfélaganna. Er ljóst að þessi breyting kemur til án tíma til aðlögunar. Fundurinn kallar eftir auknu upplýsingaflæði og samráði við Jöfnunarsjóð hvað framlög sjóðsins varðar. Hér er um að ræða skýra birtingarmynd á vanfjármögnun ríkisins til málaflokksins og skoraraðalfundurinn á stjórnvöld að auka framlög til þjónustu við fatlað fólk“
Ályktunin hefur verið send innviðaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.