Áætlun um framlög til BsVest lækkar verulega
02.07.2022
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur gefið út 2. áætlun framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2022. Samkvæmt henni lækka framlög til Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks bs. um 80 m.kr. frá 1. áætlun, sem gefin var út í upphafi ársins, úr 546 m.kr. í 465 m.kr.